Stríð um Friðarsúluna, menning í Úkraínu, House of the Dragon
Fyrir helgi tilkynnti Reykjavíkurborg að til stæði að gera endurbætur á Friðarsúlu Yoko Ono í Viðey fyrir 33 milljónir króna. Súlan var tendruð árið 2007 á fæðingardegi Johns Lennon, 9. Október. Í kjölfarið sköpuðust umræður um súluna, er hún mikilvæg áminning um friðarboðskapinn eða pirrandi ljósmengun?
Í sumar kom út önnur sería af sjónvarpsþáttunum House of the dragon, en það eru þættir úr sama sagnaheimi og Game of Thrones. Brynja Hjálmsdóttir sjónvarpsgagnrýnandi Lestarinnar nýtti grámyglulegt íslenska sumarið í að horfa á Hús drekanna.
Hvernig neytir fólk menningar á stríðssvæði? Nú í haust ætlum við að heyra í fólki sem er búsett eða þekkir til í hinum ýmsu löndum og heyra hvað er að gerast í dægurmenningunni þar, hvaða bíómyndir fólk er að horfa á, hvaða tónlist það er að dansa við, hvaða tíska er að tröllríða öllu og hvaða listaverk fólk er að rífast um. Við ætlum að byrja á því að hringja til Úkraínu en í Kænugarði er búsettur Óskar Hallgrímsson, myndlistarmaður ljósmyndari og blaðamaður hjá Heimildinni.
Frumflutt
2. sept. 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Lestin
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.