Gaza í story, Íslandsklisjur listafólks, The Blind Side
Lóa veltir fyrir hvort hún eigi að pósta eða sleppa því að pósta í story um stríð.
Undanfarna þrjá áratugi hafa óvenjulega margir íslenskir popptónlistarmenn notið vinsælda utan landsteinana. Björk ruddi brautina og í kjölfarið komu hljómsveitir eins og Sigur Rós og Múm, seinna Of monsters and Men og Kaleo, og núna síðast Laufey. Þessum listamönnum hefur mörgum hverjum verið troðið inn í ákveðnar þjóðarklisjur en hafa líka notfært sér þær. Við spjöllum við Þorbjörg Daphne Hall og Nína Hjálmarsdóttir um þessar ímyndir Íslands og birtingarmyndir þeirra í samtímalistum.
Chanel Björk Sturludóttir horfir aftur á eina af sínum uppáhaldsmyndum úr barnæsku, The Blind Side, i ljósi nýrra upplýsinga Myndin fjallar um hvíta fjölskyldu frá suðurríkjunum í Ameríku sem tekur ungan svartan mann, Michael Oher, og undir sinn verndarvæng og gera hann að yfirburðar íþróttamanni í amerískum fótbolta. Nú hefur Oher kvartað yfir því hvernig saga hans var misnotuð.
Frumflutt
7. nóv. 2023
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Lestin
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.