2 mánuðir án snjallsíma, geðveiki og tónlistarlífið, thrift á Tiktok
Lóa hefur lifað tvo mánuði án snjallsíma eftir að iPhone-inn hennar týndist. Hún gefur hlustendum skýrslu: einræði messenger á Íslandi, einbeitingar-forrit, og nígerískar fréttir koma meðal annars við sögu.
Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fer fram um helgina. Í aðdraganda hátiðarinnar fer fram svokölluð bransaveisla í tónlistarmiðstöðinni við Austurstræti. Þarna eru bransamálin rædd: bisness, útrás, tengslanet, hvernig er hægt að koma sér á framfæri. En eitt vakti sérstaka athygli okkar í þessari dagskrá, það er pallborð um andlega heilsu í tónlistarlífinu. Við ræðum við Grím Atlason, framkvæmdastjóra Geðhjálpar, um tónlistarbransann og geðveiki.
Una Schram var að skrolla einhverntíman á Tiktok þegar hún rakst á hana Hólmfríði sem er 51 árs. Hann fannst nokkuð óvenjulegt að sjá konu á þessum aldri virka á Tiktok, sem er oft talað um sem miðil unga fólksins. Á miðlinum fjallar Hófí á jákvæðan og lífsglaðan hátt um sín helstu áhugamál: tísku, notuð fatakaup, umhverfisvernd og jafnvel sjálfseflingu og sjálfsást. Hófí hefur sigrast á brjóstakrabbameini og fór í fleygskurð sem hún ætlar ekkert að spá í frekar. Hún er hætt að lita á sér hárið og leyfir gráa hárinu að njóta sín. Una fór og hitt Hófí.
Frumflutt
4. nóv. 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Lestin
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.