Það fer bráðum að verða komið ár síðan að Grindavíkurbær var rýmdur vegna eldgosahættu.
Fyrir rétt tæpu ári síðan höfðum samband við fjóra íbúa bæjarins og fengum þau til þess að taka reglulega upp hljóðdagbækur á símana sína. Þau deildu hversdagsleikanum sínum, hugsunum sínum og áhyggjum á óvissutímum. Við klipptum það svo saman og fluttum í Lestinni yfir nokkurra mánaða skeið. Körfuboltaleikir, safnskólar, svefnleysi og maturinn sem varð eftir í frystikistum var meðal þess sem þau sögðu frá. Þannig gátum við sett manneskjur og líf í samhengi við fréttir af náttúruhamförum.
Í Lestinni í dag fáum við Grindvíkingana sem við kynntumst vel hér í Lestinni, en höfum aldrei hitt, til að setjast niður með okkur og segja okkur hvað er að frétta. Hvað hefur breyst. Hvernig líður þeim. Þetta eru Sigríður Gunnarsdóttir, Teresa Birna Björnsdóttir, Siggeir Fannar Ævarsson og Andrea Ævarsdóttir.
Frumflutt
23. okt. 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Lestin
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.