Lestin

Vinstri- og hægriöfgamaður ræða saman

Undanfarið hefur mikið verið rætt um þöggun og skort á samræðu milli fólks með ólíkar skoðanir. Lestin ætlar bregaðst við ákallinu um aukið samtal.

Internetið og samfélagsmiðlar eru slæmur vettvangur fyrir pólitískt samtal, en í þætti dagsins mætast augliti til auglitis tvær manneskjur sem hafa gert sig gildandi í umræðum á samfélagsmiðlinum X - og hafa mjög ólíkar pólitískar skoðanir. Fríða Þorkelsdóttir, sem segist vera sósíalisti, og Sverrir Helgason, sem kallar sjálfan sig hægri-öfgamann, setjast saman inn í hljóðver og ræða saman um skoðanir sínar.

Frumflutt

22. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Lestin

Lestin

Popp og pólitík

Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.

Þættir

,