Lestin

Tapararnir, flókinn fréttaflutningur um stríðið á Gaza

Ef hlustendur Lestarinnar eiga leið hjá finnsku borginni Turku þá standa yfir sýningar í sænska leikhúsinu þar í borg, Åbo Svenska Theater, á verkinu Förlorana, Tapararnir, eftir Hallveigu Kristínu Eiríksdóttur. Verkið er útskriftarverkefni Hallveigar úr meistaranámi í leikstjórn frá leikhúsakademíunni í Helsinki. Verkið hefur hlotið þó nokkra umfjöllun í finnskum fjölmiðlum, en það fjallar um sigur og töp á handboltavellinum.

Þrír blaðamenn velta fyrir sér flækjunum sem fylgja því flytja fréttir frá hörmungunum á Gaza. Eðli málsins samkvæmt eru skoðannir almennings á orðavali og innihaldi frétta um þetta stríð, átök, eða þjóðarmorð, sterkari en í öðrum fréttamálum.

Viðmælendur eru Aðalsteinn Kjartansson, Heimildinni, Ólöf Ragnarsdóttir, Rúv og Hólmfríður Gísladóttir, Vísi.

Frumflutt

9. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Lestin

Lestin

Popp og pólitík

Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.

Þættir

,