Í byrjun sumars tilkynnti poppprinsinn og vandræðagemsinn Justin Bieber um útgáfu nýrrar plötu með instagram-mynd af auglýsingaskilti í Fellsmúla.
Platan nefnist Swag og þykir marka kaflaskil á ferli Biebersins, en hún er tekin upp að hluta til í þykkri grasþoku í glæsivillunni Deplum í Skagafirði.
Við kryfjum plötuna með Friðriki Margrétar- Guðmundssyni, tónskáldi og tónlistarmanni, og ræðum við heitan Bieber aðdáanda á eftirlaunum, Birnu Rún Kolbeinsdóttur, um feril þessarar kanadísku poppstjörnu.
Frumflutt
21. ágúst 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Lestin
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.