Menningarwitinn hefur sett sér það markmið að sækja einn menningarviðburð á hverjum degi, og sýnir frá því á Instagram. En hvers vegna? Við förum á menningarviðburð með Hafliða Ingasyni, menningarvita.
Brynja Hjálmsdóttir, sjónvarpsgagnrýnandi Lestarinnar, horfði á þætti sem hafa verið kallaðir norska útgáfan af Succession. Fjölskyldudrama, milljarðarmæringar og laxeldi. Þættirnir heita Eyja milljarðamæringanna, og eru á Netflix.
Ný mynd Loran Batti var sýnd á RIFF um helgina, G - 21 sena frá Gottsunda. Við hittum Loran, sem ólst upp í fjölmenningarlega hverfinu Gottsunda, í Uppsala, og á vini sem leiddust út í glæpi. Myndin fjallar um hverfið, sem honum þykir svo vænt um, en er líka orðið að uppsprettu kvíða.
Frumflutt
7. okt. 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Lestin
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.