Lestin

Kaþólskari en páfinn, Óskarsverðlaunin

Óskarsverðlaunin fara fram í Hollywood á sunnudaginn, aðfaranótt mánudagsins á íslenskum tíma. Sigríður Pétursdóttir, kvikmyndafræðingur og dagskrárgerðarkona, spáir með okkur í spilin. Verður það Timothée eða Adrien? Demi eða Mikey?

Ein af betri myndunum sem tilnefnd er til Óskarsins (að faglegu mati Lestarinnar) er Conclave en hún fjallar um dauðsfall páfa eða öllu heldur ferlið sem fer af stað þegar páfi deyr: dramatískt og háleynilegt val kardinálanna á nýjum arftaka á bakvið luktar dyr Páfakjörsalarinars undir himneskum loftmálverkum Michelangelos. Við fjöllum ekki beinlínis um páfan hér í þætti dagsins en við fáum til okkar mann sem segir okkur frá pólitík innan kaþólsku kirkjunnar en sjálfur segist hann vera ,,íhaldssamari en páfinn,’’ eins og hann orðar það. Dagur Kári Gnarr fór ungur til Þýskalands, sótti nám hjá reglu bræðralags heilags Péturs til verða kaþólskur prestur. Hann hætti þó við þá vegferð eftir einhvern tíma. Við heyrum nánar sögu hans hér á eftir

Frumflutt

27. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Lestin

Lestin

Popp og pólitík

Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.

Þættir

,