Í febrúar kom út spennandi plata með tónlistarkonunni Alaska1867. Kolfreyja Sól byrjaði að gera tónlist undir teppi úti í bíl með vinkonum sínum þegar hún var 18 ára. Það er mikið að gera hjá Alaska, fleiri lög á leiðinni og senan hefur tekið vel á móti henni, enda kemur hún sem ferskur andblær inn í íslenskt rapp.
Árið 2023 hætti Rauða serían að koma út eftir 38 ára langa sögu. Við heimsóttum konuna sem stendur að baki útgáfunni, sem hefur svo sannarlega sett sitt mark á íslenska bókaútgáfu, Rósa Vestfjörð hefur margar sögur að segja.
Frumflutt
9. apríl 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Lestin
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.