Lestin

YouTube 20 ára, vinsælasta teiknimynd allra tíma, göldróttir víkingar

Við gröfum í kistu Ríkisútvarpsins eftir efni sem fjallar um YouTube, sem fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir. Hugmynd sem kviknaði hjá þremur fyrrum starfsmönnum PayPal átti gjörbylta stefnumótasíðum. En það gekk illa stelpur til þess hlaða upp myndböndum af sér, þó greiðslu væri lofað. Í staðinn fengum við YouTube. Og YouTube breytti heiminum.

Rimmugýgur heldur utan um Víkingaþorp á Galdrafári, lista- menningar- og fræðahátíð á Hólmavík á Ströndum sem er haldin í annað sinn næstu helgi. En Rimmugýgur er áhugamannafélag um menningu, bardaga- og handverkshefðir víkínga. Una Schram ræðir við Jökul Tandra sem fer fyrir hópnum.

Vinsælasta teiknimynd allra tíma er ekki Frozen, ekki Lion King, ekki Shrek og ekki Inside Out 2. Heldur er það Ne Zha 2, kínversk tölvuteiknimynd sem er slá öll met þessa dagana. Myndin sem byggir á kínverskri goðsögu um djöfladrenginn Nezha er orðin þjóðarstolti. Hongling Song, kennari, þýðandi, og samfélagsmiðlastjarna, segir frá myndinni.

Frumflutt

28. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Lestin

Lestin

Popp og pólitík

Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.

Þættir

,