Lestin

Labubu, Smashing Pumpkins, The Traitors

Hvað er þetta Labubu sem allir eru tala um? Krúttlegur bangsi eða fáránlegt tískufyrirbæri. Lóa ræðir Labubu og Lafufu við Sólrúnu Dögg Jósefsdóttur, blaðakonu á Vísi.

X-kynslóðin mun troðfylla Laugardalshöll í kvöld þegar Smashing Pumpkins koma fram á risatónleikum. Róbert Jóhannsson, fréttamaður, er forfallinn aðdáandi hljómsveitarinnar. Hann segir frá sjarmanum við Billy Corgan og co.

Hópur fólks er lokaður í kastala í skosku hálöndunum, en meðal þeirra eru morðingjar. Raunveruleikaþættirnir The Traitors eða svikararnir njóta nokkurra vinsælda um þessar mundir beggja vegna Atlantshafsins. Þeir byggja á klassískum félagsmiðstöðvaleikjum eins og Varúlfur. Brynja Hjálmsdóttir sjónvarpsgagnrýnandi segir frá.

Frumflutt

26. ágúst 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Lestin

Lestin

Popp og pólitík

Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.

Þættir

,