Lestin

Bjarki - í FYRSTA SINN í Lestinni!

Bjarki Rúnar Sigurðarson er íslenski raftónlistarmaður sem hefur náð mestum vinsældum utan landsteinanna. Árið 2015 gaf hann út lagið I wanna go bang, hjá útgáfu rússnesku teknóstjörnunnar Ninu Kravitz, og sló það í gegn á klúbbum evrópu og víðar.

Bjarki hefur verið mjög iðinn við kolann síðan þá, gefið út mikið magn af fjölbreyttri raftónlist, auk þess gefa út tónlist annarra og skipuleggja viðburði undir merkjum bbbbbb. Í síðustu viku kom út plata, konsept listaverk, sem heitir A guide to a hell-thier lifestyle.

Bjarki er gestur Lestarinnar og ræðir upphaf ferilsins, símalausan lífstíl, heilsuáhrifavalda og teknó.

Frumflutt

12. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Lestin

Lestin

Popp og pólitík

Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.

Þættir

,