Lestin

xTwitch, hvað sameinar þjóðina? Rýnt í Hygge og Eftirleiki

Íslenskir stjórnmálamenn eru mættir á Twitch, Kristrún Frostadóttir spilaði skotleikinn COD í beinni útsendingu hjá Gametíví og Bjarni Benediktsson mætti í tveggja tíma beint streymi hjá tengdasyni sínum, tónlistarmanninum og áhrifavaldinu Lil Binna. Lestin sökkvir sér ofan í twitch og pólitík.

Hvað sameinar þjóðina? Snorri Páll Jónsson veltir því fyrir sér hvort það eitthvað sem sameini þjóð meira en sundrung og skautun.

Kolbeinn Rastrick rýnir í tvær kvikmyndir eftir íslenska leikstjóra sem eru í sýningum í bíó. Hygge er nýjasta kvikmynd Dags Kára, en myndin er dönsk endurgerð á hinni ítölsku Perfetti sconosciuti eftir Paolo Genovese. mynd hefur verið endurgerð oftar en nokkur önnur mynd, meðal annars á íslensku undir heitinu Villibráð. Hin myndin sem Kolbeinn segir frá er Eftirleikir eftir Ólaf Árheim, lítill og ódýr en yfirgengilegur ógnartryllir með kómísku ívafi.

Frumflutt

28. nóv. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Lestin

Lestin

Popp og pólitík

Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.

Þættir

,