Á vettvangi, gamalreyndir graffarar, ríki og samfélag
Jóhannes Kr. blaðamaður er gestur þáttarins. Við ræðum nýja hlaðvarpsseríu, Á vettvangi, en í henni er Jóhannes á Bráðamóttökunni. Hlustunin er streituvaldandi, svo fátt eitt sé sagt. Blaðamanninum þótti mikilvægt að þættirnir kæmu út fyrir kosningar, enda heilbrigðismál stórt kosningamál.
Þórður Ingi Jónsson ræðir við þrjá gamalreynda graffarar, tilefnið er nýútkomin heimildarmynd um graffítimenningu á Íslandi og undirgöngin við Klambratún, myndin Göngin.
Hvað er ríki? Hvað er samfélag? Heimspekingarnir Páll Skúlason og Björn Þorsteinsson veltu þessu fyrir sér í þættinum Sunnudagsspjall um hugmyndir, gamlar og nýjar frá árinu 2013, sem var í umsjón Ævars Kjartanssonar. Við rifjum upp hluta af spjallinu af gefnu tilefni, nú þegar styttist í kosningar.
Frumflutt
25. nóv. 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Lestin
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.