Shrek-reif, leigumarkaður er menningarstefna, Kátt á línunni
Listamenn velta fyrir sér menningarstefnu stjórnmálaflokka í aðdraganda kosninga. Lóa veltir fyrir sér nýjum íbúðum til sölu og fyrir hvernig líf sé pláss inn í þeim. Svo ímyndum við okkur persónu sem situr í hægindastól og les fréttir af spjaldtölvunni sinni um stöðuna á húsnæðismarkaðnum.
Um helgina fór fram í Gamla bíó, þemapartý og danstónlistarviðburður helgaður teiknimyndapersónunni Shrek sem birtist fyrst á hvíta tjaldinu árið 2001. Árið 2020 var haldið fyrsta Shrek-reifið í Los Angeles, og síðan þá hefur fyrirbærið breiðst út um allan heim. Og nú um helgina fór fram fyrsta Shrek reifið á Íslandi: “Búðu þig undir að sleppa lausu tröllinu innra með þér í útrúlegasta teiti ársins” segir í kynningatextanum sex klukkutímar af yfirgengilegi skemmtun. Guðrún Úlfarsdóttir fór á reifið og við fengum hana til að segja frá upplifuninni.
Við kíkjum á Café Catalina í Hamraborg og fræðumst um tónleikaröðina Kátt á línunni sem fer fram á staðnum þriðja fimmtudag í hverjum mánuði. Fyrstu tónleikarnir fara fram á morgun en þá koma fram BKPM, Juno Paul og Sucks to be you Nigel. Við ræðum við Pétur Eggertsson, skipuleggjanda.
Frumflutt
20. nóv. 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Lestin
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.