• 00:08:27Yung Lean tónleikar
  • 00:20:35Þústlar á TikTok
  • 00:40:13Una heimsækjir afa

Lestin

Yung Lean í stórri úlpu, Þústlar á Tiktok, Una heimsækir afa

Á föstudagskvöld fylltist Eldborg af ungmennum í víðum buxum með snjallsímana sína á lofti. Sænski rapparinn Yung Lean faldi sig á miðju sviðinu í ljósadýrð og stórri úlpu og flutti sína helstu slagara. Við tökum púlsinn á gestum og gangandi.

“bro ég ELSKA þennan account svo mikið😤 ég er actually læra meira um ísland 🫶” Þannig hljómar ein athugasemdin við Tiktok-myndband frá sögunördinum Þorsteini Rafnssyni. Á samfélagsmiðlaaðganginum Þústlar fjallar hann um ýmsa furðulega og fróðlega hluti úr íslenskri sögu: fyrstu ljósmyndina, íslensk nunnuklaustur, uppruna þjóðfánans, og ritdeilur Þórbergs Þórðarsonar og Halldórs Laxness, svo eitthvað nefnt. Við fáum Þorstein í heimsókn í Lestina og ræðum samfélagsmiðla og sagnfræði.

Una Schram tónlistarkona heimsækir afa sinn, Kjartan Ólafsson, og ræðir meðal annars við hann um æskuárin þar sem faðir hans glímdi við geðsjúkdóma.

Frumflutt

28. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Lestin

Lestin

Popp og pólitík

Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.

Þættir

,