Skaginn er mekka pönksins, Moldin heit, Ari Alexander um Missi
Kvikmyndin Missir fjallar um mann á efri árum sem er nýlega orðinn ekkill. Hann ákveður að drekka ösku látinnar eiginkonu sinnar. Þegar hann drekkur úr bollanum, birtist hún honum. Við ræðum við leikstjóra myndarinnar, Ara Alexander Ergis Magnússon, sem byggði handrit myndarinnar á samnefndri bók Guðbergs Bergssonar, sem kom út 2010.
Birgitta Björg Guðmarsdóttir var núna í mánuðinum að senda frá sér skáldsöguna Moldin heit. Birgitta sem einnig er meðlimur í hljómsveitinni Ólafur Kram, er aðeins 26 ára gömul og þetta er hennar önnur skáldsaga. Moldin heit er saga um ást, sorg, og dans. Við förum í göngutúr með Birgittu.
Svo fáum við tvo hressa skagamenn í heimsókn, en um helgina fer tónlistarhátíð Lilló hardkorfest fram í þriðja skiptið á Akranesi. Kristján og Bergur taka sér far með Lestinni.
Frumflutt
21. okt. 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Lestin
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.