• 00:01:42Göngin - heimildarmynd um graffitímenningu
  • 00:25:13Joker: Folie à deux (gagnrýni)
  • 00:37:00Hverfandi tónleikastaðir í Reykjavík

Lestin

Grafftí í göngunum, Jóker gagnrýni, hverfandi tónleikastaðir

Á miðvikudag verður frumsýnd heimildarmynd um graffitímenningu Reykjavíkur, Göngin. Björgvin Sigurðarson og Hallur Örn Árnason hafa unnið myndinni í rúman áratug og veitir hún innsýn í upphafsár íslenskrar graffitímenningar. Við höldum niður í göngin undir Miklubraut og veltum fyrir okkur graffití sem er á sama tíma listræn tjáning og uppreisn.

Svo fáum við gagnrýni um nýja kvikmynd um Batman-illmennið Jókerinn, Joker: Folie á Deux. Þetta er framhald gríðarvinsællar og umtalaðrar kvikmyndar Todds Phillipp um Jókerinn, mynd sem tónskáldið Hildur Guðnadóttir fékk óskarinn fyrir. Folie á Deux fer óvæntar leiðir og hefur hlotið bæði lof og last fyrir. Kolbeinn Rastrick ætlar fella sinn dóm um myndina.

Og svo ætlum við ræða um fækkandi tónleikastaði í miðborg Reykjavíkur. Mál sem okkur í Lestinni er hugleikið, og er komið í erlenda fjölmiðla, en The Guardian fjallaði um málið í vikunni. Við spilum brot úr þætti um útrýmingu miðbæjarrottunnar og tónleikastaða í Reykjavík þar sem rætt er við tónlistarmenn og tónleikahaldara.

Frumflutt

10. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Lestin

Lestin

Popp og pólitík

Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.

Þættir

,