Lestin

Framhaldslíf SOPHIE, haustlitaferð, pakkhús í Köben

Um helgina kemur út önnur breiðskífa hinnar áhrifamiklu skosku tónlistarkonu, Sophie. Hún var komin langleiðina með plötuna þegar hún lést af slysförum við heimili sitt í Aþenu í byrjun árs 2021. Sophie var einhver framsæknasti hljóðsmiður popptónlistarheimsins og íkon í transheiminum. Við veltum fyrir okkur áhrifum og framhaldslífi Sophie í tilefni af nýju plötunni.

Katrín Helga Ólafsdóttir, tónlistarkona, heimsækir gamalt pakkhús á Norðurbryggju í Kaupmanna. Þar er starfrækt menningarhús tileinkað Íslandi, Færeyjum og Grænlandi. K.Óla röltir um húsið með Ástu Stefánsdóttur, verkefnastjóra hússins, meðal annars á sýningu frægustu listakonu Færeyja.

Við röltum um Fossvogsdal til komast því hvernig fólk er nýta hið fullkomna haustveður. Bestu dagar sumarsins í ár voru um haustið.

Frumflutt

23. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Lestin

Lestin

Popp og pólitík

Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.

Þættir

,