• 00:02:39Sársaukapunkturinn með Hlín Agnarsdóttur
  • 00:25:43Belonging? viðtal við Daniel Roh

Lestin

Nýnasistar gera leikhús, innflytjendur með uppistand, ratleikur

Árið 1999 ákvað eitt þekktasta leikskáld heims, svíinn Lars Norén, búa til leikrit í samstarfi við þrjá fanga sem afplánuðu langa dóma í öryggisfangelsi - þar af tvo nýnasista. Leikritið 7:3 vakti mikla athygli og umtal en ferlið endaði með tveimur morðum. Þessu verkefni eru gerð skil í nýrri leikinni þáttaröð, Sársaukapunktur, Smärtpunk. Við ræðum söguna á bakvið þættina við Hlín agnarsdóttur.

Daniel Roh segir okkur frá uppistandssýningunni Belonging? sem verður haldin í Salnum í Kópavogi næstkomandi föstudagskvöld. Fram munu koma 6 manns sem öll eiga það sameiginlegt vera erlendis frá en búsett hér á landi, sem þekkjast úr alþjóðlegu uppstandssenunni í Reykjavík.

Ratleikur Hafnarfjarðar er hafinn í 27. sinn. Markmið leiks er leiða þátttakendur vítt og breitt um uppland Hafnarfjarðar til njóta útivistar og náttúru. Lögð eru 27 merki vítt og breitt um uppland Hafnarfjarðar. Þemað í ár er; þjóðsögur og ævintýri.

Frumflutt

4. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Lestin

Lestin

Popp og pólitík

Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.

Þættir

,