La Presidenta, Spacestation í draumalandi, (H)andaflug
Claudia Sheinbaum er fyrsti kvenkynsforseti Mexíkó, La Presidenta er hún kölluð. Við hringjum í Elínu Emilsson sem er búsett í Mexíkóborg og heyrum viðbrögð hennar við þessum fréttum.
Ef þú ferð aldrei að sofa, þá vaknarðu aldrei. Þetta er þrástef í nýjasta lagi reykjavíkurrokkhljómsveitarinnar Spacestation. Enda er lagið, sem heitir Í draumalandi, samið sem eins konar kvæði til þeirra sem fara aldrei að sofa, heldur eru á vökunni, í draumalandinu.
O.N. Sviðslistahópur blæs til yfirtöku á Klúbbi Listahátíðar í Reykjavík í Iðnó á sunnudaginn kemur - 12 klukkustunda dagskrá þar sem táknmálið og menning Döff fólks ræður ríkjum. Hjördís Anna Haraldsdóttir segir frá.
Frumflutt
6. júní 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Lestin
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson