Bresku Netflix þættirnir Baby Reindeer, úr smiðju skoska grínistans Richards Gadd, hafa verið á allra vörum síðan þeir litu dagsins ljós fyrir rúmum mánuði, enda lang vinsælustu þættirnir á þessari stærstu streymiþjónustu heims. Guðrún Elsa Bragadóttir kemur í heimsókn og ræðir við okkur um þessa athyglisverðu þætti og átökunum sem hafa einkennt umræðuna í kringum þá.
Við heimsækjum höggmyndagarð Myndhöggvarafélagsins á Nýlendugötu og ræðum við Agnesi Ársælsdóttur myndlistamann. Hún er hætt að persónugera plöntur. Gestum sýningarinnar Hugsanlegur garður er boðið að stíga inn í plöntufrumu og búa til fræbombu. Og með fræbombunni geta gestir haft áhrif á gróður í borgarlandslaginu.
Mort Garson - Swingin' Spathiphyllums
Mort Garson - A Mellow Mood for Maidenhair
Mort Garson - Symphony for a Spider Plant
Harry Nilsson - One
The Association - Never My Love
Bee Gees - I Started A Joke
Frumflutt
13. maí 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Lestin
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.