Lestin

Fórnarlamb í einkaþotu, Vangadans, Hljóðið, Einskonar ást

Hljóðið nefnist tónlistarhátíð sem verður haldin í miðbæ Reykjavíkur í fyrsta sinn síðar í vikunni. Viðburðurinn er hugsaður sérstaklega fyrir ungmenni, og skipulagður af þeim Önnu Eir Uggadóttur, Atlas Njálssyni og Hróa Sigríðar sem öll eru í tíunda bekk. Við slógum á þráðinn til þeirra til forvitnast um framtakið.

Á dögunum sendi Taylor Swift frá sér plötuna Tortured Poets Department. Platan sló met á Spotify og var mikið lagt í markaðssetningu hennar. Við veltum fyrir okkur póstfeminisma og fórnarlambinu á einkaþotunni með Katrínu Pálma Þorgerðardóttur.

Kolbeinn Rastrick, kvikmyndagagnrýnandi Lestarinnar, rýnir í nýja íslenska kvikmynd, Einskonar ást.

Vinirnir Hákon Örn Helgason og Inga Steinunn Henningsdóttir, sviðshöfundar og grínistar, kíktu í heimsókn og sögðu frá uppistandssýningunni Vangadans sem þau verða með í Þjóðleikhúskjallaranum á föstudaginn.

Frumflutt

24. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Lestin

Lestin

Popp og pólitík

Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.

Þættir

,