Juno Paul er listamannsnafn tónlitstarmannsins Andra Franz Baldvinssonar, sem skaust fram á sjónarsviðið á síðasta ári. Andri hefur verið áberandi í reykvísku grasrótarsenunni undanfarið, og nú styttist í útgáfu á hans fyrstu plötu.
Það standa yfir miklar deilur í rappheimum vestanhafs þessa stundina, en Kendrick Lamar og Drake hafa meðal annars átt í útistöðum upp á síðkastið. Þeir hafa gripið til þess að kveðast á, komið skotum hvor á annan með grimmilegum níðvísum, diss-lögum. Sævar Andri Sigurðarson fer yfir stöðuna og segir frá sögu diss-lagsins.
Þórdís Gísladóttir, rithöfundur og þýðandi hefur þýtt tvær bækur eftir danska höfundin Tove Ditlevsen. Um þessar myndir er í sýningu myndin Tove's værelse, í Bíó Paradís, þrúgandi stofudrama byggt á bók eftir Tove. Við ræðum myndina og líf þessarar merkilegu skáldkonu.
Frumflutt
18. apríl 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Lestin
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.