Nú á laugardaginn var íslenska leikritið And Björk of course sýnt í síðasta skipti í Samkomuhúsinu á Akureyri, að minnsta kosti í bili. Næst á dagskrá er að setja verkið upp í Borgarleikhúsinu, eftir Páska. Verkið er skrifað af Þorvaldi Þorsteinssyni rithöfundi, leikskáldi og myndlistarmanni, frumsýnt árið 2001 í leikstjórn Benedikts Erlingssonar. 2004 kom út sjónvarpsmynd, þá var leikstjórn í höndum Lárusar Ýmis Óskarssonar. Og nú er verkið í höndum leikstjórans Grétu Kristínar Ómarsdóttur. Rúm tuttugu ár eru liðin, hvað hefur breyst? Við ræðum sértrúarsöfnuði og ákallið í verkinu við leikstjórann Grétu og leikkonuna Maríu Hebu Þorkelsdóttur sem fer með hlutverk Ástu í verkinu.
En við byrjum í Hörpu.
Það var margt um dýrðir í Norðurljósasal Hörpu síðastlðið laugardagskvöld á Úrslitakvöldi Músíktilrauna, sem haldnar voru í fertugasta sinn í ár, fjörutíu og tveimur árum eftir að þessi merka hátíð var fyrst sett á laggirnar 1982. Sigurhljómsveitin í ár heitir Vampíra, og leikur nístingskaldan, gotneskan svartmálm.
Frumflutt
18. mars 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Lestin
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.