Stirnir, tjaldbúðirnar, lífin sem Íslendingar hafa á samviskunni
Stirnir Kjartansson hefur verið virkur í íslensku indí-senunni undanfarin ár. Hann er meðlimur í nokkrum fjölda hljómsveita, meðal annars Trailer Todd en gefur einnig út tónlist undir eigin nafni. Sóló-plötur Stirnis eru nú fjórar talsins og hafa aðallega komið út á bandcamp en nýjasta platan hans nefnist Apple pie and <3 the razor.
Við höldum áfram að kynnast mótmælendum frá Palestínu sem dvelja um þessar mundir í tjaldbúðum beint á móti Alþingishúsinu við Austurvöll í svokölluðum kyrrsetumótmælum og krefjast þess að fjölskyldumeðlimum þeirra, sem enn eru á Gaza, verði veitt hæli á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar.
Í kjölfarið heyrum við fyrsta þátt í örseríu Önnu Marsibil Clausen, Á samviskunni, sem var fyrst flutt hér í Lestinni í upphafi 2022 - serían fjallar um þann fjölda fólks á flótta frá Þýskalandi í aðdraganda seinni heimsstyrjaldarinnar sem reyndi að sækja um hæli á Íslandi en fékk iðulega neitun.
Lagalisti:
stirnir - yureioskdcvnbvcxsodifhdnsdkcmv
stirnir - I Don't Know If I'm Gonna Get It Right
stirnir - the brick wall
Trailer Todd - ég vil ekki
stirnir - Skjálfhent
stirnir - fucales
Riad Awwad, Hanan Awwad and Mahmoud Darwish - Palestinian
Riad Awwad, Hanan Awwad and Mahmoud Darwish - Intifada
Frumflutt
3. jan. 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Lestin
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.