Þjóðarpúls Lóu, rapptextar sem sönnunargögn, sungið á ísl-ensku
Það er dimmt og það er ömurlegt veður. Það er kominn vetur og skammdegi. Lóa fer í Smáralindina og tekur púlsinn á þjóðinni. Er þunglyndið að hellast yfir fólk, eða er það bara farið að hlakka til jólanna?
Í dómssal í Atlanta í Georgíuríki Bandaríkjanna er nú réttað yfir einum þekktasta rappara heims. 31 árs grammíverðlaunahafanum og íslandsvininum Yung Thug. Hann er kærður fyrir að standa fyrir skipulagðri glæpastarfsemi í glæpagenginu Young Slime Life. Rapparinn á að hafa notað metsölutónlist sína, útgáfufyrirtæki og samfélagsmiðla til að auglýsa gengið - sem er sakað um ótal glæpi, meðal annars þjófnað, ofbeldi, skotárásir, morð. Nú er tekist á hvort og þá hvernig megi nota textabrot úr lögum rapparans sem sönnunargögn í málinu. Við pælum í rapplögum og lögfræði.
Sævar Andri Sigurðarson veltir fyrir sér af hverju við Íslendingar, sem skiljum og elskum að tala ensku, sækjumst ennþá frekar í tónlist á íslensku frekar en ensku. Af hverju listamenn sem notast við íslensku snerta frekar við hjartastrengjum almennings.
Við spilum svo nýja and-sjókvíaeldisins frá Björk og Rosaliu.
Frumflutt
22. nóv. 2023
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Lestin
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.