Það getur fylgt því ný sjálfsmynd að skilja, það myndast gapandi tóm, sorgin er talin annars flokks, við erum öll að fylgja ósýnilegu handriti. Við ræðum þetta og meira við sviðslistakonurnar Evu Rún Snorradóttur og Vilborgu Ólafsdóttur í Kviss Búmm Bang. Þær eru að hefja rannsóknarvinnu fyrir nýtt sjálfsævisögulegt verk sem fjallar um menningu og arfleið hjónabandsins - og ekki síst algengnan fylgifisk þess, skilnað.
Svo rifjum við upp ástarrannsóknir, viðtal við hjónabandsráðgjafa og framsögur frá 1958, þar sem ástæðum hjónaskilnaða var velt fyrir sér.
Það er bara eitt mál á dagskrá í Lestinni í dag, algengur fylgifiskur hjónabandsins, skilnaður.
Frumflutt
15. nóv. 2023
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Lestin
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.