• 00:01:21Flóttafólk í eigin landi
  • 00:27:55Pistill: Dauðarokk í Botswana
  • 00:39:58Viðtal við Golla um fréttaljósmyndun

Lestin

Flóttafólk í eigin landi, fréttaljósmyndun, dauðarokk í Botsvana

Eftir nokkrar vikur af jarðskjálftum og gosóróa á Reykjanesi gáfu Almannavarnir út tilmæli til íbúa Grindavíkur, seint á föstudagskvöld, rýma bæinn samstundis. Þar með urðu tæplega fjögur þúsund íbúar bæjarins flóttafólki í eigin landi. Á þrjá daga hafa nokkrir Grindvíkingar skrásett fyrir okkur atburðarásina, hugsanir sínar og tilfinningar: Sigríður Gunnarsdóttir, Siggeir Ævarsson og Teresa Birna Björnsdótir, Teresa Bangsa.

Þórdís Nadia Semichat pistlahöfundur fjallaði fyrir stuttu síðan um suður-afrísku tónlistarstefnuna Amapiano. Í dag fáum við heyra um dauðametal frá Botswana.

Í gær setti fréttaljósmyndarinn Kjartan Þorbjörnsson, Golli, færslu inn á samfélagsmiðla, þar sem hann talaði um hlutverk fréttaljósmyndara í tengslum við mögulegt eldgos í Grindavík. Við hringdum í hann og náðum honum á leið til Grindavíkur, og ræddum drónabann Samgöngustofu og aðgengi fréttaljósmyndara.

Frumflutt

13. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Lestin

Lestin

Popp og pólitík

Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.

Þættir

,