Hlé gert á viðræðum og flugvöllurinn verður í Vatnsmýri næstu ár
Formaður Kennarasambandsins segir að fundahöld í kjaradeilu félagsins hafi fært þau eitthvað áfram en enn séu mörg úrlausnarefni sem þurfi að leysa. Hlé hefur verið gert á fundum fram á mánudag
Forsætisráðherra segir ljóst að flugvöllurinn fari ekki úr Vatnsmýri á næstu árum þó enn sé leitað að betri stað fyrir innanlandsflug. Hún segir að tryggja verði rekstraröryggi flugvallarins.
Landsréttur hefur snúið við frávísun héraðsdóms í Kiðjabergsmálinu svokallaða, þar sem maður lést eftir líkamsárás, og lagt fyrir hérðasdóm að taka það til efnismeðferðar.
Búið er að bera kennsl á þá sem voru myrtir í skotárásinni í Örebro í Svíþjóð. Herða á skotvopnalöggjöfina í landinu.