Kvöldfréttir útvarps

Aðalmeðferð í Þorlákshafnarmáli, árás á sjúkrahús á Gaza og heitt vatn á Patreksfirði

Verjendur tveggja yngstu sakborninganna í Þorlákshafnarmálinu segja fátt hafa komið á óvart á fyrsta degi aðalmeðferðar í héraðsdómi Suðurlands í dag. Fimm eru þar fyrir dómi ákærðir fyrir ýmis brot í tengslum við dauða manns í mars. Ákæruvaldið sýndi 90 mínútna myndskeið úr öryggismyndavélum og bíl eins sakbornings við meðferðina í dag.

Framkvæmdastjóri Palestínuflóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna fordæmir sinnuleysi alþjóðasamfélagsins um stríðið á Gaza. Ísraelsher drap tugi manna í árásum í dag, þar af sex blaðamenn.

Leit heitu vatni á Patreksfirði bar árangur því um helgina fannst um fjörutíu gráðu heitt vatn. Vatnið er talið nógu mikið til kynda hitaveituna á Patreksfirði.

Enn er óljóst hvað veldur dauða óvenju margra dúfna í Vestmannaeyjum. Yfirdýralæknir hjá MAST segir stofnuninni ekki hafa borist upplýsingar um hversu margar dúfur hafi fundist dauðar

Frumflutt

25. ágúst 2025

Aðgengilegt til

25. ágúst 2026
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,