Kvöldfréttir útvarps

Segir leitt að lögreglan hafi gert mistök og íbúum Múlaþings brugðið

Utanríkisráðherra Danmerkur brýndi fyrir sendifulltrúa Bandaríkjanna á fundi þeirra í dag allar tilraunir til skipta sér af innri málum Danmerkur eða skapa sundrung milli Grænlands og Danmerkur væru með öllu óásættanlegar.

Ríkislögreglustjóri segir mjög leitt lögreglan hafi gert mistök við rannsókn á ofbeldisbroti í nánu sambandi sem varð til þess Mannréttindadómstóll Evrópu taldi brotið hefði verið á konunni sem kærði.

Tvö börn, átta og tíu ára, eru á meðal þeirra sem skotin voru til bana í kaþólskum skóla í Minneapolis í Bandaríkjunum í dag. Árásarmaðurinn skaut á börn inn um glugga á kapellu skólans.

Fjórða hver kona í sumum árgöngum sem komnar eru yfir sextugt er með örorku. Fyrir örorku bjuggu þær við meira álag á heimili og í vinnu en samanburðarhópar sem eru ekki með örorku.

Sveitarstjórnarmönnum í Múlaþingi er brugðið eftir fund með innviðaráðherra í gær þar sem hann boðaði mögulega uppstokkun á samgönguáætlun og sagðist vera endurskoða hvaða jarðgöng skuli grafin næst. Þeir hafa óskað eftir fundi með forsætisráðherra.

Frumflutt

27. ágúst 2025

Aðgengilegt til

27. ágúst 2026
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,