Evrópskir leiðtogar komu til fundar í forsetahöllinni í París í Frakklandi í dag til að ræða um málefni Úkraínu og hvernig megi efla varnir álfunnar. Forsætisráðherra Breta segir að finna verði varanlegan frið - ekki aðeins gera hlé svo Rússar geti snúið aftur.
Flugfélagið Play tapaði 9,4 milljörðum í fyrra, helmingi meira en í hitteðfyrra þó að tekjur félagsins hafi aukist.
Vinnumarkaðsráðherra segir grafalvarlegt ef satt reynist að ræstingafólk hafi verið lækkað í launum. Vinnueftirlitið kannar málið.
Samtölum borgarfulltrúa um nýjan meirihluta miðar nokkuð en ekki er víst að myndun hans náist í vikunni.
Tekist er á um félagsfrelsi Bandidos-mótorhjólagengisins fyrir dómstólum í Danmörku, ákæruvaldið vill banna starfsemi samtakanna.