Norræn og baltnesk ríki hvika hvergi í stuðningi við Úkraínu, Kína sýnir styrk sinn
Þrýsta verður á Bandaríkin að þau herði á viðskiptaþvingunum á Rússland segir forsætisráðherra sem var á fundi með forseta Úkraínu og norrænum og baltneskum leiðtogum í dag. Skýr samstaða hafi verið á fundinum.
Mikil hersýning í Beijing í morgun er til marks um vaxandi sjálfstraust Kínverja, segir hernaðarsérfræðingur. Henni sé ætlað að senda skýr skilaboð til Vesturlanda um styrk Kína.
Maður sem þóttist vera starfsmaður Microsoft og kom heim til eldri hjóna á höfuðborgarsvæðinu sveik út úr þeim milljónir króna. Lögregla telur þetta hluta af erlendri glæpastarfsemi.
Gluggaframleiðendur segja gildandi reglur verða til þess að starfsemin leggist af. Tryggja verður að iðnaður geti starfað undir þvi regluverki að mati Samtaka iðnaðarins.