Kvöldfréttir útvarps

Sniðganga Íslands á Eurovision leysir ekki vandann segir sendiráðunautur Ísraels

Sniðganga Íslands í Eurovision í vor leysir engan vanda fyrir botni Miðjarðarhafs. segir sendiráðunautur Ísraels.

Móðir íslenskrar stúlku, sem getin var með sæði manns með genagalla, segir áfall heyra hversu mörg börn hafi verið getin með sæðinu. Dóttir hennar er ekki með stökkbreytinguna hættulegu.

Í gögnum sem fundust á gamalli tölvu uppljóstrarans í Samherjamálinu er ítarlega fjallað um útgerðina í Namibíu. Þau varpa nýju ljósi á gangverk félagsins og samskipti við forstjórann.

Varaformaður Miðflokksins viðraði hugmyndir um úrsögn úr EES- samningnum á Alþingi í dag. Dómsmálaráðherra telur úrsögn jafngilda árás á íslenskt efnahagslíf.

Þingmenn Demókrata flokksins og einn þingmaður Repúblikana telja forseta Bandaríkjanna stefna á stríð við Venesúela. Bandaríski herinn lagði hald á olíuskip undan ströndum landsins í gær.

Frumflutt

11. des. 2025

Aðgengilegt til

11. des. 2026
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,