Kvöldfréttir útvarps

Mikið eignatjón eftir óveður og ráðherra hafnar afskiptum

Gífurlegt tjón er á Austurlandi eftir óveðrið sem gengið hefur yfir. Þar er hættustig enn í gildi en því hefur verið aflýst í öðrum landshlutum. Íbúi á Stöðvarfirði segist aldrei hafa séð neitt í líkingu við þennan veðurofsa.

Mennta- og barnamálaráðuneytið vísar á bug sögusögnum um ráðherra eða starfsmaður á hennar vegum hafi boðið eða gefið vilyrði um launahækkun til kennara. Þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna sendu forsætisráðherra fyrirspurn um málið í dag.

Bandaríkjaforseti ítrekaði í dag tillögu sína um brottflutning fólks frá Gaza. Hugmyndin er sögð grafa undan núgildandi vopnahléssamkomulagi milli Ísraelsmanna og Hamas.

Bæjarstjóri Kópavogs segir enga ákvörðun hafa verið tekna um hvort Vinir Kópavogs verði krafðir um endurgreiðslu á framlagi sem flokkurinn hefur fengið síðastliðin þrjú ár. Flokkurinn uppfyllti ekki skilyrði til framlagið.

Frumflutt

6. feb. 2025

Aðgengilegt til

6. feb. 2026
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,