Kvöldfréttir útvarps

Ræðismanni refsað, kvikmyndapróf án viðurkenningar, Hvammsvirkjun, jökulhlaup og kjarnorkukafbátur í Hvalfirði

Alexander Moshensky, sem var kjörræðismaður Íslands í Belarús þar til nýlega, verður beittur efnahagslegum refsiaðgerðum í Póllandi. Þetta er gert frumkvæði skattayfirvalda þar í landi.

Nemendur sem útskrifuðust úr Kvikmyndaskóla Íslands frá því í desember 2022 og þar til hann varð gjaldþrota í maí eru með prófskírteini frá skóla án formlegrar viðurkenningar.

Formaður Náttúrugriða segir það óábyrgt af umhverfisráðherra fullyrða Hvammsvirkjun verði reist þrátt fyrir dóm hæstaréttar sem felldi virkjunarleyfið úr gildi.

flóðavöktunarstöð í Leirá syðri sýndi fyrstu merki um hlaup væri hafið úr Mýrdalsjökli. Hlaupið er lítið en Veðurstofan fylgist grannt með gangi mála.

Umsjón: Sólveig Klara Ragnarsdóttir og Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Mark Eldred

Stjórn útsendingar: Védís Kalmansdóttir

Formaður Samtaka herstöðvarandstæðinga varar við því Ísland taki þátt í hervæðingu Norðurslóða með því leyfa kjarnorkuknúnum kafbátum leggjast hér við bryggju.

Dettifoss, flutningaskip Eimskips, varð vélarvana á milli Grænlands og Íslands. Varðskipið Freyja er á leið til aðstoðar.

Frumflutt

9. júlí 2025

Aðgengilegt til

9. júlí 2026
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,