Kvöldfréttir útvarps

Sjómenn um veiðigjöld, fagna dómi í Brúneggjamáli, bændur afþakka raflínu, netspjall ráðamanna um árás á Húta, vatnið í Hveragerði

Ef verð á uppsjávarfiski hefur verið vanmetið árum saman eiga sjómenn inni hjá útgerðinni og hljóta reyna sækja það með einhverjum hætti. Þetta segir formaður Sjómannasambandsins.

Formaður Neytendasamtakanna fagnar því Hæstiréttur hafi tekið af öll tvímæli um starfsfólk eftirlitsstofnana megi tjá sig um brotalamir í fyrirtækjum. Hæstiréttur sýknaði Matvælastofnun og RÚV af bótakröfu fyrrverandi eigenda Brúneggja.

Bændur í Borgarfirði hafa stofnað hagsmunasamtök vegna háspennulínu sem Landsnet hyggst leggja á Vesturlandi. Sveitarstjórinn í Borgarbyggð segir framkvæmd raflínunnar stórt hagsmunamál

Tímaritið The Atlantic birti í dag allar þær upplýsingar sem fram komu í hópspjalli margra æðstu ráðamanna Bandaríkjanna um fyrirhugaða árás á Húta í Jemen. Blaðamanni var fyrir slysni boðið í hópinn.

Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segir miklar rannsóknir fara fram á neysluvatni bæjarins. Ekki mælist ecolí-gerlar og ekkert bendi til það óneysluhæft.

Umsjón: Þorgils Jónsson og Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður; Kormákur Marðarson

Stjórn útsendingar: Kormákur Marðarson

Frumflutt

26. mars 2025

Aðgengilegt til

26. mars 2026
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,