Kvöldfréttir útvarps

10 gígar gjósa en dregur úr virkni

Hraun flæðir úr tíu gígum á Sundhnúksgígaröðinni; skjálftavirkni er lítil. Brennisteintvíildismengun hefur náð hættumörkum á afmörkuðum svæðum.

Sérfræðingur í loftgæðum segir fólk verði treysta á sjálft sig þegar mæla vantar. Íbúafjöldi og þéttbýli ráði staðsetningu mælanna.

Viðræður um um tvíhliða varnar- og öryggisamvinnu milli Íslands og ESB hefjast senn. Hún yrði óháð NATO-aðild og varnarsamningum við Bandaríkin. Við þetta verður til þriðja stoðin undir öryggis- og varnarhagsmuni Íslands

Innan við helmingur af lagafrumvörpum sem ríkisstjórnin lagði fram á nýafstöðnu þingi varð lögum. Skilvirkni þingsins myndi aukast til muna ef þingmál lifðu milli þinga segir lagaprófessor.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill allir sem staðnir eru vændiskaupum séu ákærðir í stað þess refsing fyrir fyrstu vændiskaup öllu jöfnu fjársekt.

Frumflutt

17. júlí 2025

Aðgengilegt til

17. júlí 2026
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,