Kvöldfréttir útvarps

Vaxtamál, kulnun, launaþjófnaður, Gaza og rafmagn á Norðausturlandi

Landsbankinn hefur sett móttöku nýrra umsókna um íbúðalán á bið fram yfir helgi, vegna dóms Hæstaréttar um breytilega vexti lána Íslandsbanka.

Hlutfall landsmanna með einkenni kulnunar hefur staðið í stað síðustu ár, þrátt fyrir vitundarvakningu. Yfir þriðjungur segist útkeyrður í lok vinnudags minnsta kosti einu sinni í viku.

Sporna verður gegn ólíðandi brotastarfsemi á vinnumarkaði og útrýma henni með öllu sagði félags- og húsnæðismálaráðherra á Alþingi í dag.

Hernaðarsagnfræðingur segir vopnahléið á Gaza vera brothætt og vilji til láta það ganga upp skipti höfuðmáli. Samningsstaða Hamas-samtakanna er veikari eftir gíslar voru leystir úr haldi.

Rarik hyggur á verkefni til endurbóta á raforkukerfinu á Norðausturlandi. Verkið gæti kostað á áttunda milljarð króna.

Umsjón: Þorgils Jónsson og Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Mark Eldred

Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir

Frumflutt

15. okt. 2025

Aðgengilegt til

15. okt. 2026
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,