Lög um náðun dæmdra glæpamanna þyrftu að vera skýrari að mati prófessors í lögfræði. Náðunarnefnd hefur til meðferðar beiðni Mohamads Kourani, sem situr inni fyrir tilraun til manndráps.
Alþjóðastjórnmálafræðingur segir viðurkenningu þriggja vestrænna ríkja á sjálfstæði Palestínu fyrst og fremst táknræna. Afstaða Bandaríkjanna hafi mest vægi.
Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir börn og geðheilsa þeirra ekki enn komið í forgang hjá stjórnvöldum. Að vissu leyti sé verið að svíkja gefin loforð.
HK og Keflavík mætast í úrslitaleik um sæti í Bestu deild karla í fótbolta.