Kvöldfréttir útvarps

Fjárlagamál í forgang, áfall fyrir talsmenn hælisumsækjenda og úrræði fyrir þolendur stafræns ofbeldis.

Forsætisráðherra segir fjárlagamál í forgangi áður en hlé verður gert á þingstörfum á miðvikudag í næstu viku. Hún hafi viljað sjá fleiri mál komast í gegn, en nægur tími til stefnu í upphafi næsta árs.

Formaður Félags talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd segir það hafa verið áfall þegar stjórnarmaður í félaginu var handtekinn nýverið og úrskurðaður í gæsluvaðrhald. Maðurinn sagði sig úr stjórninni í gæsluvarðhaldinu.

Karlmaður um þrítugt, sem var í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á mannsláti í Kópavogi í síðustu viku, er laus úr haldi. Lögregla taldi ekki ástæðu til krefjast áframhaldandi varðhalds yfir honum.

Ýmis úrræði eru í boði fyrir þolendur stafræns ofbeldis, en mikillar aukningar hefur orðið vart í slíkum málum undanfarið. Átak gegn kynbundnu ofbeldi stendur yfir.

Frumflutt

9. des. 2025

Aðgengilegt til

9. des. 2026
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,