Kvöldfréttir útvarps

Meirhlutaviðræður í Reykjavík, varatenging Íslands, hagræðingar Landspitala, vaxtamál, Kennedy og sýking í hrossum

Oddvitar Sósíalistaflokksins og Flokk fólksins í Reykjavík segja ólíklegt nýr meirihluti verði kynntur á borgarstjórnarfundi á þriðjudag. Meirihlutaviðræður héldu áfram í dag.

Stjórnvöld ætla tryggja netöryggi nauðsynlegra samfélagsinnviða með því fjármagna varaleið um gervihnetti. Þannig verði starfsemi þeirra ekki raskað ef unnin eru skemmdarverk á sæstrengjum til Íslands.

Landsréttur sýknaði stóru viðskiptabankana í vaxtamálinu svokallaða. Formaður Neytendasamtakanna treystir á Hæstarétt.Robert F.

Kennedy yngri er nýr heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, þrátt fyrir mikla gagnrýni á afstöðu hans til bóluefna og þungunarrofs.

Hross, sem veiktust eða drápust í Landeyjum árið 2022, sýktust þegar verið var sprauta þau með ormalyfi. MAST varar við því sprauta hross og ráðleggur hestaeigendum gefa ormalyf um munn.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson og Ásrún Brynja Ingvarsdóttir

Tæknimaður: Kormákur Marðarson

Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir

Frumflutt

13. feb. 2025

Aðgengilegt til

13. feb. 2026
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,