Kvöldfréttir útvarps

Misbauð að Ásthildur Lóa sæti sem barnamálaráðherra

Konan sem ljóstraði upp um barnamálaráðherra hafi átt barn með unglingspilti þegar hún var sjálf komin yfir tvítugt er fyrrverandi tengdamóðir barnsföðurins. Hún segir henni hafi ofboðið vita af Ásthildi Lóu í sæti barnamálaráðherra.

Ráðherraferill Ásthildar Lóu er einn skemmsti sem sögur fara af.

Fjármálaráðuneytið er reiðubúið taka upp viðræður nýju við Garðabæ um lóðagjöld fyrir nýtt meðferðarheimili fyrir börn - hafi forsendur um staðsetningu breyst. Þetta staðfestir ráðuneytið í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu.

Ekkert verður af kolefnisförgunarstöðinni Coda Terminal í Straumsvík þar sem ekki náðist samhljómur milli fulltrúa Hafnarfjarðarbæjar og fyrirtækisins Carbfix. Verkefnið mætti mikilli andstöðu meðal margra Hafnfirðinga.

Reynt verður koma frekar til móts við óskir íbúa Grafarvogs í skipulagsmálum segir Alexandra Briem borgarfulltrúi eftir hitafund með íbúum í gær.

Frumflutt

21. mars 2025

Aðgengilegt til

21. mars 2026
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,