Kvöldfréttir útvarps

Dómur fyrir að manndráp á Menningarnótt, þáttur lögreglumanns í njósnum litinn alvarlegum augum

Sautján ára piltur, sem réðst með hnífi þremur ungmennum á Menningarnótt í fyrra, var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir manndráp og tvær tilraunir til manndráps í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Hafi verið framin brot í tengslum við leynilegar njósnaaðgerðir haustið 2012 þá eru þau líklega fyrnd mati ríkissaksóknara.

Ísraelsher gerði árás nærri Damaskus í Sýrlandi í dag til verja minnihluta Drúsa þar í landi. Fjörutíu hafa fallið í bardögum milli trúarhópa í Sýrlandi undanfarna tvo daga.

Fangelsið á Hólmsheiði er fullt og getur ekki tekið á móti fleiri föngum. Lögreglan á Suðurnesjum þurfti snúa við með gæsluvarðhaldsfanga sem átti koma þar inn í dag.

Malarvegurinn í Stuðlagil, einn fjölsóttasta ferðamannastað á Austurlandi, er búinn segir landeigandi og efni úr honum horfið. Mikil umferð hafi keyrt út kantana svo vegurinn hallar út, og það hefur valdið óhöppum.

Frumflutt

30. apríl 2025

Aðgengilegt til

30. apríl 2026
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,