Kvöldfréttir útvarps

Kvennafrídagur og vændisrannsókn lögreglu

Tugir þúsunda komu saman um allt land í tilefni af kvennafrídeginum. Konur og kvár lögðu niður störf og hittust á samstöðufundum. Um 50 þúsund mætu á Arnarhól, 50 árum eftir fyrsta kvennafrídaginn sem braut blað í sögu jafnréttisbaráttunnar.

Lögreglan fékk ekki heimild dómstóla til koma fyrir leynilegum upptökubúnaði í húsi í Reykjavík þar sem grunur var um skipulagða vændisstarfsemi.

Tíu manna sendinefnd íslenskra heilbrigðisyfirvalda ferðast um Norðurlönd með það fyrir augum laða íslenska lækna aftur heim. Hún heldur kynningar á nýjum kjarasamningi í fjórum borgum í Svíþjóð og Danmörku.

Auka þarf pressu á Rússa hætta stríðsrekstrinum í Úkraínu, sagði forseti Úkraínu loknum leiðtogafundi þjóða sem styðja landið. Forseti Rússlands hefði engan áhuga á semja um frið.

Frumflutt

24. okt. 2025

Aðgengilegt til

24. okt. 2026
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,