Kvöldfréttir útvarps

Ólögmætir samningum við lækna sagt upp og umboðsmaður barna gagnrýnir töf á rannsókn á bruna á Stuðlum

Verktakasamningar við sérgreinalækna Sjúkrahússins á Akureyri samræmast ekki lögum mati ráðuneytis. Samningunum var sagt upp í liðinni viku en heimafólk óttast þjónustuskerðingu.

Umboðsmaður barna segir ótækt rannsókn á bruna á Stuðlum ekki enn lokið og krefst svara frá lögreglu.

Vélfag hefur stefnt íslenska ríkinu vegna viðskiptaþvingana, sem fyrirtækið segir séu markviss og ólögmæt tilraun til brjóta niður heilbrigt íslenskt fyrirtæki.

Þúsundir lögðu niður störf vítt og breitt á Ítalíu í dag til sýna samstöðu með Palestínumönnum. Þetta er annar dagur slíkra verkfalla.

Börn og ungmenni sem glíma við offitu á heimsvísu eru orðin fleiri en börn undir kjörþyngd samkvæmt nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna.

Sex góðgerðasamtök í Bretlandi hafa ákveðið Sarah Ferguson, hertogaynja af York, verði ekki lengur verndari þeirra. Ástæðan er tölvupóstur sem Ferguson sendi barnaníðingnum Jeffrey Epstein.

Frumflutt

22. sept. 2025

Aðgengilegt til

22. sept. 2026
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,