Þjóðaröryggisráð fundar og breytingar á búvörulögum
Íslensk stjórnvöld eru í stakk búin til að mæta sambærilegum drónaárásum og orðið hafa í Evrópu, segir Utanríkisráðherra. Þjóðaröryggisráð fjallaði um málið á reglubundnum fundi í dag.
Í drögum að frumvarpi til búvörulaga er undanþága frá samkeppnislögum takmörkuð við félög í eigu og undir yfirráðum bænda. Undanþága annarra framleiðenda verður afnumin.
Sífellt fleiri ungmenni spila fjárhættuspil samkvæmt alþjóðlegri rannsókn. Veðmálaauglýsingum er markvisst beint að ungu fólki.
Fjórir voru drepnir í árás Bandaríkjahers á hraðbát undan ströndum Venesúela. Bandarísk yfirvöld segja fíkniefnasmyglara hafa verið um borð..