Kvöldfréttir útvarps

Halli á ríkissjóði eykst, vímuefnaráðgjöf í HA, spilling í Úkraínu, borgarstefna og EES-samningur

Hallarekstur ríkisins á næsta ári verður tíu milljörðum meiri en upphaflegt fjárlagafrumvarp gerði ráð fyrir. Formaður fjárlaganefndar segir það betri niðurstöðu en óttast var í fyrstu.

Nám í vímuefnaráðgjöf verður í boði í fyrsta sinn í Háskólanum á Akureyri næsta haust. Heilbrigðisráðuneytið hefur samið við skólann um 10 milljóna styrk vegna undirbúnings.

Úkraínuforseti fyrirskipaði þvingunaraðgerðir gegn bandamanni sínum vegna umfangsmikils spillingarmáls í orkugeiranum. Þýskalandskanslari segir Úkraínu þurfa efla spillingarvarnir sínar.

Alþingi samþykkti í síðasta mánuði þingsályktunartillögu um borgarstefnu fyrir Ísland sem stuðlar þróun og eflingu tveggja borgarsvæða á landinu, höfuðborgarsvæðisins og Akureyrir og nágrennis.

Fari svo Ísland fái ekki undanþágu frá tollverndaraðgerðum ESB mun það óhjákvæmilega hafa áhrif á samband og samstarf Íslands og Evrópusambandsins.

Umsjón: Þorgils Jónsson og Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Kormákur Marðarson

Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir

Frumflutt

13. nóv. 2025

Aðgengilegt til

13. nóv. 2026
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,